Kosningarrétt í sveitarstjórnarkosningum á hver íslenskur ríkisborgari sem náð hefur 18 ára aldri þegar kosning fer fram og á lögheimili í sveitarfélaginu. Ennfremur eiga kosningarrétt danskir, finnskir, norskir og sænskir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í þrjú ár samfellt fyrir kjördag og aðrir erlendir ríkisborgarar sem átt hafa lögheimili hér á landi í fimm ár samfellt fyrir kjördag og hafa náð 18 ára aldri. Á kjörskrá skal taka þá sem uppfylla þessi skilyrði og skráðir voru með lögheimili í sveitarfélaginu samkvæmt íbúaskrá þjóðskrár þremur vikum fyrir kjördag.

(úr lögum um kosningar til sveitarstjórna nr. 5/1998)

 

Samkvæmt þessu mun kjörskrá Grundarfjarðarbæjar vegna sveitarstjórnarkosninganna 27. maí n.k. miðast við þá sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu þann 6. maí n.k. Á bæjarskrifstofunni má fylla út tilkynningu til Þjóðskrár Hagstofu Íslands um lögheimilisflutninga.

 

Bæjarstjóri