- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga (EFS) hefur tilkynnt Grundarfjarðarbæ að nefndin sjái ekki ástæðu til frekari aðkomu hennar í kjölfar samnings bæjarins og nefndarinnar frá maí 2012. Samningurinn kvað á um fjárhagslega úttekt á rekstri bæjarins, tillögum til úrbóta, eftirfylgni og eftirlit.
Þetta er mikilvægur áfangi á langri leið og viðurkenning á því að þær aðgerðir sem ráðist var í til að styrkja fjárhag sveitarfélagsins hafa skilað árangri.
Með samstilltu átaki bæjarstjórnar, starfsmanna og íbúa sveitarfélagsins hefur tekið mun skemmri tíma en óttast var að styrkja fjárhagslega stöðu sveitarfélagsins. Það hefur nú burði til að standa við skuldbindingar sínar fyrst og fremst gagnvart íbúum en einnig gagnvart kröfuhöfum.
Þessa dagana er unnið að gerð ársreiknings 2013 og verða nánari upplýsingar um fjárhag sveitarfélagsins kynntar þegar hann liggur fyrir.