Lokahátíð Stóru Upplestrarkeppninnar í grunnskólum Snæfellsness 2011 fer fram í Stykkishólmskirkju miðvikudagskvöldið 6. apríl og hefst kl. 19.00.

 

·        Fulltrúar 7. bekkinga skólanna etja kappi um áheyrilegastan

         upplestur samræmds svo og sjálfvalins efnis, í bundnu máli

         sem óbundnu

·        Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Stykkishólms

·        Veitingar í boði Mjólkursamsölunnar og bakkelsi heimamanna

·        Sparisjóðirnir veita viðurkenningar

Markmið keppninnar er nú sem fyrr að efla færni og áhuga nemenda fyrir áheyrilegum upplestri og framsögn.

 

Allir velkomnir!

 

Grunnskólarnir á Snæfellsnesi – Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga