Lokun gatna vegna upptöku við heilsugæslustöð

 

Í dag verður tekin upp sena  við Heilsugæslustöðina í Grundarfirði.

Tökur munu standa yfir frá kl. 13 – 15 og á þeim tíma verða lokanir á Grundargötu, frá Borgarbraut að Hrannarstíg, og þaðan eftir Hrannarstíg niður að Nesvegi, í samráði við Grundarfjarðarbæ, lögreglu og Heilbrigðisstofnun Vesturlands, sjá meðylgjandi mynd.

Vegfarendur sem eiga leið á heilsugæslustöðina láta starfsmenn við hjáleið vita og verður þeim hleypt um svæðið.

Hjáleið er um Nesveg frá Borgarbraut eða frá Grundargötu upp Borgarbraut.

Hjáleiðir verða vel merktar og starfsmenn Glassriver leiðbeina á staðnum.

 

Tökur munu svo standa fram undir kvöld í og við heilsugæslustöðina en allt er þó háð veðri og vindum.

 

Glassriver þakkar bæjarbúum fyrir skilning á meðan á tökum stendur.