Lúðrasveit tónlistaskólans ásamt Baldri, stjórnanda sveitarinnar.

 

Í tilefni Rökkurdaga fór Lúðrasveit tónlistaskólans á flakk um bæinn og spilaði vel valin lög fyrir bæjarbúa. Á þriðjudagsmorgun spiluðu þau, undir styrkri stjórn Baldurs tónlistakennara, í anddyri bæjarskrifstofunnar, viðstöddum til mikillar ánægju. Frábær hópur sem lét sig ekki muna um það að flækjast á milli staða með öll sín hljóðfæri og taka nokkur lög.

Takk fyrir okkur.