Samkvæmt 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er hér auglýst lýsing fyrir eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu.

 

Lýsing vegna fyrirhugaðrar breytingar á aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2003-2015, Hafnarsvæði.

 

Um er að ræða breytingu á aðalskipulagi þéttbýlis í Grundarfirði. Tilgangur með breytingunni er að laga landnotkun að skilgreiningu athafnarsvæðis í nýjum lögum og skipulagsreglugerð. Einnig er lögð áhersla á að tryggja möguleika fyrir fjölbreytilega starfssemi með vissri blöndun byggðar.

Lýsingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Grundargötu 30 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 20. desember til 9. janúar og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 9. janúar 2014

 

Sigurbjartur Loftsson

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.