Fyrirhuguð er breyting á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003 -2015 vegna stækkunar á hesthúsasvæði Fákafells Grundarfirði.Í samræmi við 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 er kynnt lýsing vegna fyrirhugaðrar breytinga.

 

Fyrirhugað er að breyta aðalskipulagi þéttbýlis í Grundarfirði.

Breytingin verður fólgin í að stækka hesthúsasvæðiðsem nú er um 3ha. í 9 ha. Við það breytist um 6 ha. óbyggt

svæði í opið svæði til sérstakra nota. Þegar hafa verið reist 10

hesthús þar ásamt félagsheimili hestamanna og gengið frá

sýningarvelli. Núverandi svæði er fullnýtt og þörf er fyrir

fjölgun hesthúsa og reiðhöll. Gert er ráð fyrir að svæðið teygi

sig til norðurs og austurs og að aðkoma að svæðinu færist að

austurmörkum þess. Breytingar hafa í för með sér breytta

legu reiðleiða.

Bæjarstjórn telur mikilvægt að gera hestamönnum kleift að

stunda tómstundastarf sitt við bæjarmörkin. Staðsetning í

tengslum við þéttbýlið eykur líkur á að börn geti stundað

hestamennsku. Lögð er áhersla á að milli íbúðarbyggðar og

hesthúsasvæðis verði minnst 100m breitt opið svæði til að

draga úr líkum á ónæði og lyktarmengun frá hesthúsasvæði.

 

Í skipulagi verði ákvæði um að við hvert hús verði lokað

haugstæði með drenlögn og að staðið verði vel að hreinsun

til að draga úr hættu á lyktarmengun. Varðandi hreinsun skal

fara að ákvæðum reglugerðar um meðhöndlun úrgangs.

Grundarfjarðarbær mun gera samþykkt um hreinsun og

umgengni sem geti verið strangari en reglugerð ef þurfa

þykir. Yfirbragð hesthúsa verði í takt við stærðir og form

núverandi hesthúsa og reiðhöll allt að 35x80m.

Skipulagsstofnun hefur fjallað um lýsingu þessa og gerir ekki

athugasemd við hana. Lýsingin verður aðgengileg á vef

Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og eru þeir sem telja

sig eiga hagsmuna að gæta hvattir til að kynna sér lýsinguna

og koma ábendingunum eða athugasemdum á framfæri,

skriflega eða á netfangið

smari@grundarfjordur.is.

Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði