- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 7. október fara fram malbikunarframkvæmdir í Grundarfirði.
Annars vegar á að malbika hraðahindrun vestarlega á Grundargötu, sjá mynd. Hluti hennar verður malbikaður fyrir hádegið, en götunni verður ekki lokað - það gæti hinsvegar hægt á umferðinni.
Síðan verður farið í malbikun í Fagurhól og efst á Eyrarvegi, þar sem Veitur ohf. hafa unnið að viðgerð á lögnum, en þar verður umferð stýrt.
Þegar því er lokið verður seinni helmingur hraðahindrunar kláraður.
Með þökk fyrir sýnda tillitssemi í umferðinni!
