Frá framkvæmdum við malbikun Grundargötu í síðustu viku. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.
Frá framkvæmdum við malbikun Grundargötu í síðustu viku. Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson.

Í dag viðrar til þess að malbika. 

Malbikun Akureyrar fór af stað í morgun við að malbika Grundargötuna austanverða og stefnir að því að ljúka því í dag. Ef vel gengur verður einnig farið í að malbika Smiðjustíginn, en þar á að malbika göngusvæði og breiðari stíg yfir á Ráðhúsplan og yfirleggja götuna. 

Íbúar við Grundargötu og  Smiðjustíg eru beðnir um að hafa varann á sér varðandi stöðu bifreiða í götum, þegar framkvæmd hefst. 

Vegfarendum er þökkuð þolinmæðin!