Malbikun er nú hafin á nýrri gámastöð á iðnaðarsvæðinu og síðar í dag verður byrjað að malbika hluta Hlíðarvegs. Götunum verður lokað fyrir umferð á meðan malbikun stendur og í nokkra klukkutíma á eftir meðan malbikið nær fullum styrk.

Glöggir vegfarendur hafa tekið eftir því að verið er að fjarlægja hluta af kantsteini þeim sem gerður var í tengslum við verkefnið um hverfisvæna leið um Grundargötu síðstliðið haust og hefur orðið tilefni mikillar umræðu. Nýr kantsteinn verður síðan lagður þegar búið verður að malbika Grundargötu. Tvær ástæður eru fyrir því að kansteinninn er fjarlægður, nokkrar breytingar verða gerðar á legu kansteinsins við austanverða Grundargötu og bílastæðum fjölgað eitthvað og á ákveðnum kafla var útlit kantsteinsins ekki nógu gott og verður því endurgerður.

 

Það sem áætlað er að verði malbikað að þessu sinni á vegum Grundarfjarðarbæjar er eftirfarandi;

 • Ölkelduvegur ásamt botnlanga.
 • Fellasneið ásamt botnlanga (sá hluti Fellasneiðar sem nú er án bundins slitlags).
 • Hrannarstígur (sá hluti sem nú er án bundins slitlags) ásamt botnlanga að raðhúsum Hrannarstígs 28-40.
 • Borgarbraut (frá gatnamótum Hlíðarvegs og að Ölkelduvegi).
 • Hlíðarvegur (frá Grundargötu og að gatnamótum Borgarbrautar).
 • Eyrarvegur (frá Nesvegi og að Sólvöllum).
 • Fagurhólstún (frá Eyrarvegi og að Grundargötu).
 • Ártún á iðnaðarsvæðinu við Kverná;  Efsti hluti götunnar á móts við gámastöðina.
 • Lóð gámastöðvarinnar að Ártúni 1.
 • Bílaplanið við tónlistarskólann / félagsmiðstöðina.
 • Bílastæði, plön og vegir vestan við grunnskólann og sundlaugina/íþróttahúsið. Athugið að ekki er gert ráð fyrir malbikun plansins fyrir sunnan íþróttahúsið að þessu sinni. Það kemur til af því að ennþá er verið að skoða staðsetningu fyrir ný íþróttamannvirki s.s. sundlaug.

Vegagerðin mun malbika alla Grundargötuna á þessum sama tímapunkti og einnig mun Jeratún ehf. standa fyrir malbikun á lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga