Mynd: Malbikunarframkvæmdir í lok ágúst 2021
Mynd: Malbikunarframkvæmdir í lok ágúst 2021

Fyrirhugaðar malbikunarframkvæmdir í Grundarfirði

Á næstu dögum verður malbikunarflokkur við störf í Grundarfirði. 

-- Frétt uppfærð 31. júlí 2023 -- 

Á vegum Grundarfjarðarbæjar stendur til að malbika á eftirfarandi stöðum: 

  • Smiðjustígur; fremsti hluti götunnar, næst Hrannarstíg, og bílastæði þar við
  • Fellaskjól; botnlangi/bílastæði á lóð dvalar- og hjúkrunarheimilisins  
  • Hrannarstígur, efsti hluti; gangstétt vestan megin í götunni, frá Fellaskjóli að Ölkelduvegi 
  • Fellasneið; viðbótarmalbik (göngusvæði) í botnlanga að Fellasneið 6 og 8 
  • Viðgerðir á nokkrum stöðum, m.a. á gatnamótum Nesvegar/Hrannarstígs, á gatnamótum Hrannarstígs/Sólvalla, í Nesvegi við Bergþórugötu, á Hrannarstíg og víðar 

Áætlað er að framkvæmdirnar fari fram síðari hluta mánudags 31. júlí og þriðjudaginn 1. ágúst (möguleiki er að eitthvað bíði fram í miðjan ágúst, en það skýrist).

Íbúar við Smiðjustíg þurfa ekki að færa bíla nema þau kjósi það - það má aka yfir malbikið nánast strax á eftir lagningu þess.

Á bílastæði á lóð Fellaskjóls má ekki leggja bílum þar til búið er að malbika. 

Viðkomandi hefur verið gert viðvart.