Í ár er ætlunin að verja um 30 millj. kr. í að leggja malbik á götur og lóðir í bænum, á eftirtöldum stöðum: Borgarbraut upp með grunnskóla, lóð við grunnskóla, íþróttahús og tónlistarskóla/félagsmiðstöð, á hinn nýja Ölkelduveg, efsta hluta Hrannarstígs og botnlangann að nýju íbúðum eldri borgara og efsta botnlangann í Fellasneið.

Ennfremur verður farið í að lagfæra og bæta inní gangstéttar t.d. við Nesveg og neðst á Eyrarvegi. Að auki verður farið í að yfirleggja götur á nokkrum stöðum, þó þar verði fyrst og fremst um bráðabirgðalausn að ræða þar til hitaveituframkvæmdir eru afstaðnar.

Jeratún ehf., félag í eigu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi, mun einnig fara í framkvæmdir á lóð Fjölbrautaskóla Snæfellinga við Grundargötu. Ætlunin er m.a. að malbika og ganga frá gróðri á lóðinni, en Teiknistofan Eik, Erla Bryndís Kristjánsdóttir landslagsarkitekt, hefur skipulagt lóð skólans.