Í dag, sunnudag 4. september, verður haldið á vegum héraðsnefndar Snæfellinga, málþing um franska rithöfundinn Jules Verne, en hann skrifaði m.a. Leyndardóma Snæfellsjökuls.

Málþingið verður haldið í húsnæði Fjölbrautaskóla Snæfellinga, Grundarfirði, og hefst kl. 13 með setningu Sigríðar Finsen, formanns héraðsnefndar.

Fyrirlesarar eru dr. Haraldur Sigurðsson sem fjallar um jarðvísindamanninn Jules Verne, Friðrik Rafnsson bókmenntafræðingur og þýðandi sem fjallar um rithöfundinn Verne, dr. Ari Trausti Guðmundsson sem fjallar um ferðasöguhöfundinn Verne og Ólafur H. Torfason kvikmyndagagnrýnandi verður með hugleiðingu um kvikmyndir og Snæfellsjökul. Þinginu lýkur kl. 16.15 og málþingsstjóri verður Guðrún G. Bergmann. Sjá nánar á vefnum www.snaefellsnes.com

Allir eru velkomnir, aðgangur ókeypis.