Frétt á heimasíðu Mareindar ehf.:

   

Laugardaginn 1. desember kl.14.00 opnaði Mareind nýja tölvu og skrifstofutækjaverslun með miklu úrvali af tölvum, prenturum og öðrum tölvuvörum.   Fjöldinn allur af góðum viðskiptavinum mættu í opnunina og nýttu sér fjöldamörg opnunartilboð sem í boði voru á tölvum og tölvuvörum.

 

Mareind hefur um árabil selt og þjónustað skrifstofutæki í fyrirtækjum og stofnunum á Snæfellsnesi og hefur nú ráðið Tómas Frey Kristjánsson sem verslunarstjóra í nýrri skrifstofutækjaverslun, Tómas Freyr var áður verslunarstjóri í verslun EJS í Reykjavík sem selur Dell tölvubúnað o.fl.

 

http://www.mareind.is