Magnús Stefánsson frá Maritafræðslunni kom í skólann í vikunni með fræðslu fyrir mið- og unglingastig um ýmislegt sem tengist forvörnum, samskiptum og netnotkun.  Hjá unglingum var fyrst og fremst lögð áhersla á skaðsem vímugjafa ýmis konar og afleiðingar þeirra en síðan var nemendum í 4.-6 bekk ásamt foreldrum boðið á fyrirlestur um samskipti, heilbrigði og hollustu og netnotkun barna.  Ljóst er að margt í gangi á netinu , miður æskilegt fyrir börn og unglinga og nauðsynlegt fyrir foreldra að vera á varðbergi og fylgjast vel með.  Hægt er að fá upplýsingar á síðu Maritafræðslunnar um ofangreinda þætti og einnig má benda á saft.is en þar eru ýmsar gagnlegar ábendingar um netnotkun barna. 

Síðdegis var foreldrum boðið upp á fræðslu og var ánægjulegt að sjá hversu margir sáu sér fært að mæta.