Markaður í Samkomuhúsinu


Þjónustuaðilar, fyrirtæki, handverksfólk, hópar og einstaklingar í Grundarfirði:

Í sumar eigum við von á þó nokkrum skemmtiferðaskipum til Grundarfjarðar, auk þess sem vaxandi fjöldi annarra ferðamanna fer um svæðið okkar.

Í tengslum við “skemmtiferðaskipaverkefni” sem höfn og bær hafa staðið að, með fleirum, og samtal við þjónustuaðila, þá viljum við auka viðbragð samfélagsins og ýta undir tækifæri þjónustuaðila til að eiga viðskipti við ferðamenn. Hér með er því kannaður áhugi heimaaðila á því að koma á fót “markaði” sem margir geta komið að.

Fjölmennustu skemmtiferðaskipadagana stendur grundfirskum fyrirtækjum, þjónustuaðilum, handverksfólki og fleirum til boða að selja áhugaverðar vörur og þjónustu til skipafarþega og annarra gesta, á markaði sem settur verður upp í samkomuhúsinu. Grundarfjarðarbær mun auglýsa opnun Samkomhússins í samstarfi við þátttakendur markaðarins. Um er að ræða ca. 4 daga í júní, 9 daga í júlí og 7 daga í ágústmánuði. Þátttaka er gjaldfrjáls og ekki þarf að taka þátt alla markaðsdagana.

Áhugasamir hafi samband við Láru Lind, forstöðumann bókasafns- og menningarmála, fyrir 20. maí nk., í netfangið menning@grundarfjordur.is eða í Sögumiðstöðinni á opnunartíma bókasafnsins mánudaga til fimmtudaga frá 14-16:00.

Menningarnefnd – Forstöðumaður