Matís hefur nú ákveðið að opna starfsstöð í Grundarfirði. Ráðnir hafa verið tveir starfsmenn og fyrst um sinn verða þeir með aðstöðu í Fjölbrautaskóla Snæfellinga.
 
Á vef Matís er fyrirtækið skilgreint sem "þekkingar og rannsóknafyrirtæki sem vinnur að þróun og nýsköpun i matvælaiðnaði, líftækni og matvælaöryggi. Matís veitir ráðgjöf og þjónustu til fyrirtækja í sjávarútvegi og landbúnaði, sem og íslenska ríkinu. Sem dæmi kemur Matís að þróun á nýjum vörum og ferlum fyrir fyrirtæki og hefur mikilvægu hlutverki að gegna varðandi gæði og öryggi matvæla".
 
Þessi ákvörðun Matís um uppbyggingu á starfsemi við Breiðafjörð er ekki síst tekin vegnar frumkvæðis Snæfellinga. Fjölmargir möguleikar eru til eflingar á matvælaiðnaði á svæðinu og mörg ónýtt tækifæri fyrir hendi. Til að nýta þau þarf öflugt rannsóknar- og þróunarstarf. Starfsemi Matís á svæðinu er því lykilatriði í sókn að verðmætari vörum og betri nýtingu afurða.
 
Sjá frétt á vef Matís um uppbyggingu á starfsemi fyrirtækisins við Breiðafjörð.