Leikskólinn Sólvellir óskar eftir að ráða matráð í 100% stöðu. Starfið felst í yfirumsjón með eldhúsi. Matráður sér um matseld á heitum mat og bakstur, skipuleggur matseðla og annast innkaup á matvörum. Matráður hefur umsjón með matseld hádegismatar fyrir um 150 manns ásamt morgunmat og miðdegishressingu fyrir um 65 manns. Vinnutími er kl. 8:00-16:00.

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Menntun og reynsla sem nýtist í starfi er æskileg

·         Skipulagshæfni, snyrtimennska og sjálfstæði í vinnubrögðum

·         Hæfni í mannlegum samskiptum og frumkvæði í starfi

 

Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness. Gerð er krafa um hreint sakarvottorð.

 

Ráðið er í starfið sem fyrst, en eigi síðar en 1. janúar 2018.

 

Umsóknarfrestur er til 1. nóvember nk.

 

Sótt er um starfið á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is

 

Nánari upplýsingar um starfið veita Anna Rafnsdóttir, leikskólastjóri og Ingibjörg Þórarinsdóttir, aðstoðar­leikskólastjóri, í síma 438 6645 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið annaraf@gfb.is.