Síðastliðinn laugardag var 5. vorgleði Grundfirðinga haldin. Að þessu sinni bar hún yfirskriftina ,,Með soulsting í Grundarfirði”. Um 30 söngvarar tóku þátt í skemmtuninni og stóðu þeir sig allir með prýði. Það er því óhætt að segja að við Grundfirðingar eigum breiðan hóp hæfileikafólks. Ágóða hátíðarinnar verður varið í áframhaldandi endurbætur á hljóðkerfi samkomuhússins auk þess sem Tilvera fær hluta hans til forvarnarstarfs. Þess má geta að bæði hljómsveitin og söngvarar gáfu alla sína vinnu. Að lokinni söngdagskrá lék hljómsveit kvöldsins svo fyrir dansi.