Helgina 28 feb – 1 mars fór fram meistaramót Íslands, 11 – 14 ára í frjálsíþróttaaðstöðunni í Laugardal.  Keppendur frá UMFG voru 15 talsins en í heildina voru 28 keppendur frá HSH.  Þar sem keppendur voru svo margir náðist í 4 boðhlaupssveitir í 4 x 200 m boðhlaup, og má segja þeim til hróss að engin sveit gerði ógilt.  En töluvert var um að sveitir gerðu ógilt í hlaupunum.  Keppendur UMFG stóðu sig með sóma en þau voru öll að keppa í fyrsta skipti innanhúss í Laugardalnum og ekki laust við smá aðstöðusjokk.  Tveir keppendur náðu inn í úrslit í kúluvarpi 11 ára, þau Hrönn Þorsteinsdóttir og Svanlaugur Atli Emilsson sem var flottur árangur hjá þeim.

Fararstóri og þjálfari UMFG þakkar öllum foreldum sem lögðu fram aðstoð sína.

Kristín H.