Grundarfjarðarbær auglýsir lausa til umsóknar stöðu menningar- og markaðsfulltrúa. Um er að ræða 100% starf. Starfið er laust frá 20. júlí 2015.

Leitað er að metnaðarfullum, drífandi og framsýnum einstaklingi sem er reiðubúinn að leita nýrra leiða og þróa áfram starf menningar- og markaðsfulltrúa.

 

Helstu verkefni:

·         Rekstrarstjórn með Upplýsingamiðstöð Grundarfjarðar – Sögumiðstöðinni

·         Kynningar- og markaðsmál

·         Umsjón með menningarviðburðum og hátíðum

·         Vinabæjarsamskipti

·         Íþrótta- og æskulýðsmál

·         Vefmál

 

Menntunar- og hæfniskröfur:

·         Góð haldbær menntun og reynsla sem nýtist í starfinu. Háskólamenntun æskileg.

·         Metnaður, hugmyndaauðgi, skipulagshæfni og leiðtogahæfileikar.

·         Hæfni í mannlegum samskiptum, góðir samstarfs- og samskiptahæfileikar.

·         Hæfni til að setja fram mál í ræðu og riti á ensku og íslensku. Frekari tungumálakunnátta er mikill kostur.

 

Upplýsingar um starfið veita bæjarstjóri og skrifstofustjóri í síma 430 8500 eða á netfangi thorsteinn@grundarfjordur.is og sigurlaug@grundarfjordur.is. Umsóknir skulu sendast á ofangreind netföng. Umsókn skal fylgja greinargóð starfsferilsskrá og kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningi fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

 

Umsóknarfrestur er til 28. júní nk.