Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðarbæjar hefur um nokkurt skeið unnið að undirbúningi fyrir menningarhátíð sem á að hefjast í lok október og er áætlað að standi yfir í u.þ.b. 3-4 vikur.

Gert er ráð fyrir fjölbreyttri dagskrá sem samanstendur af tónlistarflutningi, sýningum á myndlist og handverki, upplestri, kveðskap o.fl.

Leitað hefur verið til heimamanna og nokkurra utanaðkomandi listamanna um þátttöku í hátíðinni og er dagskráin óðum að taka á sig mynd. Til dæmis er unnið að því að fá hagyrðinga til að skemmta okkur eins og eina kvöldstund, leitað hefur verið til tónlistarmanna og tónlistarnemendur hafa verið beðnir um að leggja sitt af mörkum. Í bígerð er m.a. skemmtikvöld sem samanstendur af upplestri, kveðskap og tónlistarflutningi í bland.

 

Þeir sem vilja leggja sitt af mörkum eða vilja benda á áhugaverð atriði, sýningar, „upplifanir“ eða listafólk, eru hvattir til að senda ábendingar á netfangið grundarfjordur@grundarfjordur.is eða koma þeim til bæjarstjóra eða skrifstofustjóra (s. 430 8500).

 

Ef þú lumar á einhverju, hefur brennandi áhuga á að koma þér eða öðrum á framfæri eða vilt koma með aðrar ábendingar - hafðu endilega samband!