Samkvæmt samningi ríkisins og sveitarfélaga á Vesturlandi auglýsir menningarráð Vesturlands styrki til menningarverkefna á Vesturlandi fyrir árið 2008.

Umsóknarfrestur rennur út laugardaginn 5. janúar 2008.

 

Umsóknina má senda rafrænt í tölvupósti menning@vesturland.is

eða á heimilisfang Menningarráðs Vesturlands: Bjarnarbraut 8, 310 Borgarnesi

Staðfesting á að umsókn hafi borist er send á það netfang sem gefið er upp í upplýsingum um verkefnið.

 

Mikilvægt er að kynna sér vel úthlutunarreglur fyrir árið 2008 , munið að vandaðar umsóknir auka líkur á styrkjum. Hikið ekki við að leita ráða hjá menningarfulltrúa.

Upplýsingar og umsóknareyðublöð eru á heimasíðu verkefnisins www.menningarviti.is

Einnig veitir Elísabet Haraldsdóttir menningarfulltrúi upplýsingar í síma 8925290/ 4332313 og í tölvupósti menning@vesturland.is

Öll þau skjöl sem tengjast umsóknarferlinu er hægt að nálgast á word formi hér að neðan:

 - Auglýsing um styrk til menningarviðburða 2008

 - Úthlutunarreglur 2008

 - Umsóknareyðublöð 2008 

Umsóknareyðublaðið er einnig hægt að nálgast á vef.

Elísabet Haraldsdóttir