Í dag, mánudaginn 9. ágúst 2004 opnaði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga, www.fsn.is .

 

Frá anddyri Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Ráðherra opnaði vefinn frá skrifstofu sinni í Reykjavík en í anddyri skólans í Grundarfirði fylgdust með opnuninni Guðbjörg Aðalbergsdóttir, skólameistari, ásamt starfsmönnum, skólanefnd og fulltrúa menntamálaráðuneytisins. Á FSn-vefnum eru birt drög að skólanámskrá skólans og hvers kyns upplýsingar um skólastarfið.

 

Athöfnin er til merkis um þá tækni sem skólinn byggir á, þ.e. upplýsingatæknina sem gerir kleift að halda úti fjölbreyttara námi en ella.