Mynd úr skýrslu um Menntastefnu Grundarfjarðarbæjar
Mynd úr skýrslu um Menntastefnu Grundarfjarðarbæjar

 

 

 

 

Menntastefna Grundarfjarðarbæjar 2023

 

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkti á 276. fundi sínum þann 23. nóvember 2023 nýja menntastefnu Grundarfjarðarbæjar sem gildir til ársins 2028. 

Menntastefnan er stefnumörkun og leiðarvísir um áherslur og vinnubrögð sem samfélagið hefur ákveðið að stefna að á komandi árum í starfi leik-, grunn- og tónlistarskóla og annarra sem að uppeldi og menntun barna koma. Nýja menntastefnan leysir af hólmi skólastefnu frá árinu 2014 og byggir á opinberri menntastefnu Íslands til 2030 og framtíðarsýn sveitarfélagsins sem fram kom í endurskoðunarferlinu. 

Framundan, í janúar 2024, er kynning í skólum bæjarins og víðar á menntastefnunni og þeim aðgerðum sem lagt er upp með að vinna að í innleiðingu stefnunnar á næstu árum. Áherslan er á að allt starf með börnum sé grundvallað á skýrum viðmiðum um gæði og áætlun um mat á framgangi og innleiðingu menntastefnunnar.

Menntastefnuna má finna á sérstökum vef sem er í vinnslu. Þar má skoða stefnuna sjálfa, kynningarglærur sem leggja línurnar um aðgerðir til innleiðingar, ábyrgð og hlutverk, gæðaviðmið ofl. Innleiðingu og framfylgd stefnunnar verða síðan gerð skil með tímanum inná þessum vef.

Hér má sjá vef menntastefnu Grundarfjarðarbæjar 2023-2028