Hafsteinn hafnarvörður, Björg hafnarstjóri og Sigríður forseti bæjarstjórnar gæða sér á tertunni

Febrúarmánuður 2005 var sannarlega annasamur í Grundarfjarðarhöfn. Alls bárust 2.340 tonn að landi og er það mesta magn landaðs afla í einum mánuði, stærsti mánuður hingað til var júní 2001 en þá var landað 2.291 tonni á höfninni.

 

Heildarafli í febrúar á síðasta ári var 1.828 tonn og árið 2003 var landað 1.248 tonnum í sama mánuði.  

 

Janúarmánuður sl. var ennfremur stærsti janúarmánuður hingað til, í aflamagni, og í janúar og febrúar hafa samtals borist 4.011 tonn að landi í höfninni. Það munu vera um 27% af heildarafla alls síðasta árs og 32% af heildarafla ársins 2003.

 

Af þessu tilefni mætti hafnarstjóri með dýrindis marengstertu (hnallþóru frá dömunum á 59!) niðrá hafnarvog í morgun – að sjálfsögðu með áletruninni 2340 tonn!

Guðni E. Hallgríms, Ívar Árnason og hafnarstjórnarmaðurinn Smári Björgvins
 

Þórður Magnússon og hafnarstjórnarmaðurinn Gísli Ólafsson