Lögregluheimsókn

Gísli að fræða börnin um notkun öryggisbelta og hjólahjálma

Gísli Guðmundsson, lögregluþjónn í Grundarfirði, kom í heimsókn í leikskólann föstudaginn 27. maí sl. Hann sagði nemendum leikskólans frá mikilvægi þess að nota öryggisbelti í bíl og hjálma þegar hjólað væri. Einnig benti hann þeim á það að þau ættu ekki að hjóla á götunni. Að lokum fengu börnin að skoða löggubílinn og heyra í sírenunni.

Börnin fengu að heyra í sírenu löggubílsins
 

Heimsókn í Tónlistarskólann

Föstudaginn 20. maí sl. fóru allir á Drekadeild í heimsókn í Tónlistaskóla Grundarfjarðar. Nemendur fóru í þremur hópum og tók Friðrik Vignir, skólastjóri tónlistarskólans, á móti hópunum og sýndi krökkunum tónlistaskólann. Hann spilaði m.a. fyrir þau á flygil og þau sungu með. Allir fengu að spila á blokkflautu og kenndi hann þeim nótuna h. Að lokum fengu allir svala.

 

Sveitaferð

Farið var í sveitaferð miðvikudaginn 18. maí. Að venju var farið út að Mýrum þar sem Anna Júlía tók á móti nemendum og starfsfólki leikskólans. Í sveitinni sáu þau  lömb, kindur, hunda, endur og hesta og fengu allir að fara á  hestbak.