Queen Victoria heimsótt

 Grundarfjörð laugardaginn 11. júlí.

 Þetta er stærsta skipið sem  heimsækir Grundarfjörð í sumar og tókst vel til í alla staði. Reiknað er með að um 2000 manns, farþegar og áhöfn hafi notið blíðskaparveðurs í bænum yfir daginn. Ýmsar uppákomur voru á vegum heimamanna í tilefni heimsóknarinnar og vöktu þær áhuga og ánægju gestanna. Sérstaklega voru gestirnir ánægðir með viðmót heimamanna. Ferðaþjónustuaðilar eru að vanda ánægðir með skipakomuna og enn og aftur afsannaðist sú goðsögn að gestir skemmtiferðaskipa skilji ekkert eftir sig.