Sögumiðstöðin heldur allnákvæma skráningu um komur ferðamanna í miðstöðina. Gestastofa miðstöðvarinnar veitir ferðamönnum ýmsa þjónustu svo sem almennar ferðaupplýsinga og upplýsingar um þjónustufyrirtæki í Grundarfirði og nágrenni. Þá er þar einnig almenningssími og aðgangur að interneti.

Talsverð aukning er á milli ára í þá tvo mánuði sem miðstöðin hefur verið opin í sumar. Í júní og júlí í fyrra komu 981 íslenskir ferðamenn en 1460 í sumar. Þetta er aukning upp á 49%. Erlendir ferðamenn á sama tíma í fyrra voru 1274 en í ár eru þeir orðnir 2350. þetta er aukning upp á rúm 84%.

Koma heimamanna stendur í stað og er um 700 heimsóknir bæði tímabilin.

Þá hefur safngestum fjölgað að sama skapi enda hefur Sögumiðstöðin vakið mikla athygli og fengið góða umfjöllun í mörgum fjölmiðlum að undanförnu. Safngestir eru ákaflega ánægðir með sýningar safnsins og í gestabók má m.a. lesa. “Þakkir fyrir frábært safn og stórkostlega leiðsögn” og ýmislegt fleira í þeim dúr. Einnig má lesa séstakar þakkir fyrir góða þjónustu og leiðbeiningar og fullyrðingar á borð við “Besta upplýsingamiðstöð á Íslandi”. Fyrir starfsfólk Sögumiðstöðvar eru svona orð mikil hvatning