Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson
Mynd: Tómas Freyr Kristjánsson

Bor­ið hef­ur á því að börn séu að búa sér til snjó­hús eða leika sér inni í ruðn­ing­um/sköfl­um sem hafa mynd­ast við göt­ur og gatna­mót. Þegar unnið er að því að hreinsa götur eru þessi svæði nýtt til að koma snjó af götunum. 

For­eldr­ar/for­ráða­menn eru hvatt­ir til að ræða við börn sín um hætt­una sem get­ur fylgt því að gera snjó­hús í snjóruðn­ing­um. Oft eru gaml­ir ruðn­ing­ar færð­ir til eða mok­að burtu. 

Við vilj­um jafn­framt biðja ak­andi veg­far­end­ur að hafa gæt­ur á þessu þeg­ar þeir keyra um göt­urn­ar svo ekki verði slys og gang­andi veg­far­end­ur sem verða var­ir við börn í snjó­hús­um að hafa þessa hættu á orði við börn­in.

Stönd­um sam­an í að gæta barn­anna okk­ar og höf­um gam­an sam­an í snjón­um.