Jarðborinn Sleipnir lauk við borun 1.500 metra djúprar skáholu á Berserkseyri nú um helgina, 10.-11. mars 2007. Árangur er minni en vænst var. Í ljós kom að sprungan, sem leiðir yfir 80°C heitt vatn til yfirborðs, hallar talsvert meira en reiknað var með. Þær æðar sem fundust í holunni liggja því of grunnt í jarðlögunum til að hægt sé að útiloka samgang þeirra við kaldan sjó í langtímavinnslu. Að auki eru æðarnar vatnsminni en í eldri holum.

Farið verður yfir rannsóknargögn úr boruninni áður en ákvörðun verður tekin um næstu skref.