Jónas J. Daníelsen var fæddur að Kverná í Eyrarsveit 25. des. 1850. Jónas fluttist til Ameríku og saknaði ávalt heimaslóðanna eins og segir í formála lítils kvers sem Kvenfélagið Gleym mér ei gaf út árið 1933.
Kverið inniheldur „Minni Eyrarsveitar“ sem eru 25 erindi. Til gamans eru hér birt tvö þeirra:

Og Grundarfjörð gefst mér að líta
og grösuga Melrakkaey
og víkur og vogana hvíta
og velbúin siglandi fley.

Ó fögur er sveitin mín fríða,
hinn fegursti blettur á grund,
með grænar og grösugar hlíðar
og glampandi voga og sund. 

Jóhannes Ólafur Þorgrímsson samdi ljóðið „Grundarfjörður“ sem er sungið á góðum stundum við lag eftir Báru Grímsdóttur.  Æviágrip um Jóhannes er á bls. 83 í Fólkið, fjöllin, fjörðurinn. Safn til sögu Eyrarsveitar  2001
ásamt mynd af honum og nemendum hans um 1933-1934. Ljóð Báru er á bls. 84-89.

Ljóð Ingólfs Þórarinssonar „Grundarfjörður“ birtist í árgangi 2005. 

Frá Bókasafni Grundarfjarðar.