Nýverið var á aðalfundi Kvenfélagsins Gleym - mér - ei gengið frá stofnun minningarsjóðs fyrir Dvalarheimilið Fellaskjól. Tilgangur minningarsjóðsins samkvæmt stofnskrá er:

 að styðja fjárhagslega við starfsemi Fellaskjóls, að veita styrki í fjárfestingu, verkefni eða viðburði til  afþreyingar fyrir íbúa dvalarheimilisins og að  styrkja starfsfólk þess til að sækja sér endurmenntun er nýtist í starfi við heimilið.

Björg Ágústsdóttir aðstoðaði Kvenfélagið við lögfræðilega hlið á stofnun sjóðsins og eru henni færðar bestu þakkir fyrir.

 

Minningarkortin munu fást í Hrannarbúðinni og á Dvalarheimilinu Fellaskjól.