Næst komandi sunnudag 16. nóvember verða liðin 50 ár frá því að síldveiðiskipið Edda GK 25 fórst í aftakaverðri hér út á Grundarfirði. Sjómannadagsráð Grundarfjarðar hefur að undanförnu undirbúið uppsetningu minnisvarða um þetta hræðilega slys. Ráðið leitaði til Árna Johnsen um gerð minnisvarðans sem reistur verður við Grundarfjarðarhöfn.

Þessa atbuðar verður minnst við athöfn í Grundarfjarðarkirkju kl. 14:00. Þar munu Tryggvi Gunnarsson og Þórdís Gunnarsdóttir verða heiðruð. Að athöfn lokinni verður minnisvarðinn DÁÐ afhjúpaður af þeim Óskari Vigfússyni og Þórdísi Gunnarsdóttur. Von er á ættingjum áhafnarmeðlima Eddunnar af þessu tilefni og vonast sjómannadagsráð til að sem flestir Grundfirðingar sjái sér fært að taka þátt í þessari athöfn.