Umsóknarfrestur vegna umsókna um framlög til eflingar ferðaþjónustu er til og með 5. febrúar n.k.  Allir sem hug hafa á því að sækja um framlög úr þessum sjóði sem er samtals að fjárhæð 160 m.kr. ættu að huga að þessu fljótt.  Unnt er að fá aðstoð hjá Atvinnuráðgjöf Vesturlands (hjá SSV) sem er til húsa í Borgarnesi að Bjarnarbraut 8, sími 437-1318.  

Einnig er auglýst eftir umsóknum um framlög til eflingar atvinnuþróunar og nýsköpunar.  Ríkisstjórnin veitir 100 m.kr. til þessara verkefna.  Umsóknarfrestur í þennan sjóð er til og með 19. febrúar n.k.  Umsóknum ber að skila til Atvinnuráðgjafar Vesturlands.  Hér má sjá auglýsinguna frá Byggðastofnun.