Grundarfjarðarbær efnir til hugmyndasamkeppni um nýtt nafn á Sögumiðstöð, Grundargötu 35. Á síðustu mánuðum hafa miklar breytingar á starfsemi hússins átt sér stað. Húsið gegnir nú hlutverki menningar- og samfélagsmiðstöðvar. Þangað geta félagasamtök og klúbbar leitað og fengið aðstöðu fyrir fundi.