Grundarfjarðarbær í samstarfi við Félag eldri borgara og Grundarfjarðardeild RKÍ bjóða nú í MIÐVIKUDAGS MOLAKAFFI,  í Sögumiðstöðinni frá klukkan 13:00 – 16:00.  

Hittumst, spjöllum, spáum, spekúlerum og ýmislegt til gamans gert. 

Tilvalið fyrir eldri íbúana og þau sem hafa sótt Vinahúsið - en annars eru öll hjartanlega velkomin!    

Núna í haust fer svo af stað félagsstarf ýmissa félagasamtaka, á nýjum stað, í Sögumiðstöðinni.  Nánar um það síðar.  

Sjáumst í kaffispjalli nk. miðvikudags miðdegi.