Við viljum vekja athygli á Molakaffi að morgni sem er á hverjum miðvikudagsmorgni frá klukkan 9 í Sögumiðstöðinni. Þar er gott pláss til að hittast en samt halda fjarlægðarmörkum.

Það er Grundarfjarðarbær í samstarfi við Félag eldri borgara og Grundarfjarðardeild RKÍ sem bjóða í MOLAKAFFI AÐ MORGNI. Þessi hittingur er tilvalinn fyrir eldri íbúa og þau sem hafa sótt Vinahúsið – en annars eru allir hjartanlega velkomnir.

Molakaffið miðvikudagsmorguninn 11. ágúst verður með þemað sólarpönnukökur síðsumars. 

Hittumst, spjöllum, spáum og spekúlerum. 

Eftir hádegi í Sögumiðstöð er síðan opið hús alla mánudaga til fimmtudaga frá klukkan 13 – 16 á opnunartíma bókasafns/upplýsingamiðstöðvar.

Í haust fer svo af stað félagsstarf ýmissa félagasamtaka, á nýjum stað, í Sögumiðstöðinni.  Nánar um það síðar. 

Sjáumst í kaffispjalli á miðvikudagsmorgnum!