Fyrsta moltan sem unnin er úr úrgangi frá brúnu tunnunum er komin á gámastöðina. Moltan er staðsett fyrir utan girðinguna.

Lengst af vetri áttum við ekki von á að motlan yrði nýtileg þar sem talsvert var um plast í henni. Moltan var hreinsuð og stendur nú öllum Grundfirðingum til boða endurgjaldslaust.

Molta er jarðvegsbætir og blanda þarf hana með jarðvegi, ekki setja hana óblandaða í garða og beð.