- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í rafhlöðum eru spilliefni sem eru hættuleg bæði heilsu okkar og náttúrunni komist þau í snertingu við umhverfið.
Það er því mikilvægt að engar rafhlöður endi í heimilissorpinu heldur sé komið til úrvinnslu til viðurkenndra aðila sem hafa þekkingu til að farga eða eyða rafhlöðunum, og þar með lágmarka umhverfis- og heilsuspjöll af völdum rafhlaðna.
Í Grundarfirði er íbúum bent á að skila ónýtum rafhlöðum á gámastöðina en hún er opin á eftirfarandi tímum:
Mánudaga til föstudaga kl. 16:30-18:00
Laugardaga kl. 10:00-12:00