Þann 30. maí kl. 16:30 í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi verður opinn fundur þar sem helstu niðurstöður úr verkefnavinnu og helstu áherslur heimamanna verða kynntar í verkefninu MÓTTAKA SKEMMTIFERÐASKIPA OG SKIPAFARÞEGA Á SNÆFELLSNESI

Stóra sprettverkefni Áfangastaða- og Markaðssviðs SSV á vorönn 2023 hefur verið að vinna með heimafólki að gerð staðbundinna leiðbeininga fyrir skemmtiferðaskip og skipafarþega á Snæfellsnesi. Nú er komið að því að kynna niðurstöður úr verkefninu og verður það gert í Amtsbókasafninu í Stykkishólmi kl. 16:30 þriðjudaginn 30. maí. 

Sjá nánar á vef west.is