Líkt og í fyrrasumar er stefnt að því að vera með móttökuhóp fyrir skemmtiferðaskip. Verkefni hópsins er að hanna og flytja dagskrá fyrir farþega skemmtiferðaskipanna og gera þannig heimsókn þeirra skemmtilegri og um leið auka hróður svæðisins. Við leitum að opnum og hressum aðilum 16 ára og eldri, sem eru til í að taka þátt í skemmtilegu og gefandi starfi. Ekki sakar geta sungið eða spilað á hljóðfæri en það er þó ekki skilyrði. Von er á 12 skemmtiferðaskipum á tímabilinu 4. júní til 9. september, ýmist á virkum dögum eða laugardegi. Stundum fyrir hádegi, stundum eftir. Einnig er reiknað með að einhver tími fari í æfingar og undirbúning. Vinnan er launuð. Umsjón með hópnum verður í höndum Sigurborgar Kr. Hannesdóttur.

 

Um nánari upplýsingar og skráningu sér Jónas V. Guðmundsson markaðsfulltrúi (jonas@grundarfjordur.is/ 899-1930)

 

Grundarfjarðarhöfn