MS Albatros kemur til Grundarfjarðar föstudaginn 20. Júní. Skipið er 205 metrar á lengd, 28.518 tonn og tekur 940 farþega. Fyrstu siglinguna fór Albatros árið 1957 og geta má að þetta er í fyrsta skiptið sem viðkoma er höfð í Grundarfirði, en það mun gerast tvisvar núna í sumar. Skipið kemur frá Kiel í Þýskalandi og þegar haldið er héðan er förinni heitið til Jan Mayen og Noregs. Fyrirtækið Phoenix Reisen er með skipið á sínum snærum og mun annað skip á þeirra vegum, Alexander Von Humbolt, heimsækja okkur í Ágúst. Skipið kemur í höfn klukkan 8:00 og fer klukkan 17:00.