Grundfirska hljómsveitin Flawless Error með þeim Sigþóri Fannari Grétarssyni, Ásbergi Ragnarssyni og Bergi Einari Dagbjartssyni komst í úrslit í músíktilraunum sl. mánudag. Glæsilegur árangur hjá þeim.

Það voru tíu hljómsveitir sem tóku þátt á þessu kvöldi og voru tvær sem komust áfram, var önnur kosin af fólkinu í salnum og hin af dómnefndinni. Dómnefndin valdi Flawless Error af þessum tíu.

Keppt verður til úrslita á laugardaginn 4. april n.k. í Listasafni Reykjavíkur og verður útvarpað beint frá kvöldinu á Rás 2 fyrir þá sem vilja taka þátt í útkomunni er bent á að það verður símakosning. Þannig er hægt að kjósa þá hljómsveit sem ykkur finnst best.