MV Clipper Adventurer var smíðað í Júgóslavíu heitinni og fór í sína fyrstu sjóferð 1976. Þetta er smátt skip, aðeins 5.750 tonn og 100 metrar á lengd. Í áhöfn eru 84 og ber það 122 farþega. Skipið er sérhannað fyrir skemmtiferðasiglingar með könnunaryfirbragði og er t.a.m. með 10 hraðskreiða zodiac báta fyrir gesti sína. Þetta er fyrsta heimsókn skipsins til Grundarfjarðar og að þessu sinni eru farþegarnir flestir bandarískir. Skipið leggur að bryggju á miðvikudag klukkan 8:00 og heldur úr höfn 18:00.