Teknar hafa verið saman valdar myndir úr myndasafni Bærings Cecilssonar og settar í albúm á bæjarsíðu Grundarfjarðarbæjar. Annað albúmið inniheldur blöndu af myndum en hitt er „Sveitin í myndasafni Bærings“.
 
 
 
Þegar farið er um bæinn og kíkt á jólagluggana er tilvalið að koma við í Bæringsstofu og skoða myndir Bærings. Opið er í Bæringsstofu mánudaga til fimmtudaga kl. 13:00-17:00, á sama tíma og bókasafnið.