20. október sl. sýndi Kómedíuleikhúsið leikverkið Gísli Súrsson í Grunnskóla Grundarfjarðar við mikinn fögnuð nemenda. Sýningin var liður á dagskrá menningarhátíðarinnar Rökkurdaga, og var sýningin í boði Landsbankans í Grundarfirði. Önnur sýning var fyrir almenning í samkomuhúsinu um kvöldið.

Hér koma nokkrar myndir sem teknar voru við þetta tækifæri í grunnskólanum.

Einn leikari var í sýningunni Elfar Logi Hannesson, sem skrifaði leikritið ásamt Jóni Stefáni Kristjánssyni.

Sjá nánar á www.komedia.is