Frétt á vef RÚV 13. janúar 2010:

Skólameistari Fjölbrautaskóla Snæfellinga vonast til að ekki þurfi að skerða námsframboð á árinu þrátt fyrir umtalsverðan niðurskurð á fjárframlögum til skólans.

Samkvæmt fjárlögum er framlag ríkisins til Fjölbrautaskóla Snæfellinga skorið niður um 8.3 prósent á milli ára en hafði áður vrið minnkað um 4,8% á milli áranna 2008 og 2009. Skúlína Hlíf Kjartansdóttir, skólameistari segir að þessum niðurskurði sé mætt með hagræðingu á öllum sviðum og hámarks hagsýni. Nú segir að yfirvinna verði minnkuð eða afnumin og að einhverjar takmarkanir kunni að verða á þjónustu. Hún kveðst þó vonast til að ekki þurfi að koma til þess.  Skúlína segir að enn hafi ekki þurft að fækka starfsmönnum en ekki sé útilokað að til þess komi í ár.
Skúlína segir þó að niðurskurður sé ekki komið á það stig að skerða þurfi námsframboð eða möguleika nemanda til að útskrifast sem stúdentar af tilteknum brautum.