Mánudaginn 6. febrúar nk. hefst námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands fyrir fólk sem hefur hug á að taka að sér daggæslu barna í heimahúsum. Kennt verður á mánudögum, miðvikudögum og laugardögum og lýkur námskeiðinu miðvikudaginn 22. mars nk.

Samkvæmt reglugerð um dagvistun í heimahúsum er námskeið af þessu tagi skilyrði fyrir leyfi til dagvistunar. Kennt verður í gegnum fjarkennslubúnað og eru helstunámsþættir m.a. uppeldisfræði, þroski barna, foreldrasamstarf og slysavarnir. Kennslustundir eru alls 60 og er verð fyrir námskeiðið kr. 50.000. Bæjarstjórnir í Grundarfirði, Snæfellsbæ og Stykkishólmi hafa:

  • Tekið ákvörðun um að niðurgreiða helming námskeiðskostnaðar.
  • Samþykkt reglur um niðurgreiðslu á dagvistunargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum.

Frekari upplýsingar hjá Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga í síma: 430-7800. Skráning á námskeiðið er hjá Símenntunarmiðstöð Vesturlands í s: 437-2390.