Námskeiðin á landsbyggðinni hefjast með sameiginlegum fundi hópanna laugardaginn 15. september 2007.  Eftir það er kennt einu sinni í viku, á miðvikudögum, kl. 12:30-17:00 á hverjum stað.  Brautargengi lýkur 12. desember 2007.

Kennsla fer fram á Akureyri, á Patreksfirði og Grundarfirði.  Aðrir kennslustaðir verða auglýstir hér á heimasíðunni og í staðarblöðum á næstu vikum.  Ef áhugi er fyrir því að fá Brautargengi á ákveðna staði, hafið þá samband við verkefnisstjóra.  Upplýsingar veitir Arnheiður Jóhannsdóttir, arnheidurj@iti.is, sími 460-7974.